Fatlað fólk getur þurft stuðning til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi á eigin forsendum og taka virkan þátt í samfélaginu.
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings hefur samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) að leiðarljósi í þjónustu við fatlað fólk.
Í honum felst viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og því að fatlað fólk njóti mannréttinda til jafns við aðra.
Meginmarkmiðið er að tryggja fötluðu fólki samþætta og heildstæða nærþjónustu. Árið 2015 tóku 13 sveitarstjórnir á Suðurlandi ákvörðun um að stofna með sér sameiginlegt þjónustusvæði vegna þjónustu við fatlað fólk, Bergrisann bs. Þjónustusamningur Bergrisanns bs
Einstaklingur á rétt á þjónustu sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum.
Þjónustan miðar að því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og skapa því skilyrði til að lifa eðlilegu lífi og taka virkan þátt í samfélaginu.
Sjá nánar í lögum um málefni fatlaðs fólks.
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings ber ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk á starfssvæðinu, stefnumótun, framkvæmd þjónustunnar og eftirliti með henni. Fatlað fólk á rétt á allri almennri þjónustu hlutaðeigandi sveitarfélags en sé þjónustuþörf meiri er sértæk þjónusta veitt. Veitt er margvísleg þjónusta, svo sem ráðgjöf og stuðningur við fatlað fólk , börn og foreldra fatlaðra barna, þjónusta á heimilum, hæfing, starfsþjálfun, vernduð vinna, stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn, skammtímavistun og ferðaþjónusta.