Tengiliður farsældar

Tengiliður þjónustu í þágu farsældar barna

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilsugæslustöðvar eða heilbrigðisstofnunar í heilbrigðisumdæmi barns. Sama á við ef þörf er á samþættingu þjónustu á meðgöngu. Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám. Ef það á ekki við er tengiliður starfsmaður félagsþjónustu þess sveitarfélags þar sem barn á lögheimili. Tengiliður skal hafa viðeigandi þekkingu á þjónustu í þágu farsældar barns. Hann má ekki vera tengdur barni eða foreldrum þess með þeim hætti sem mundi leiða til vanhæfis.

Hlutverk tengiliðar farsældar er:
að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi.
að rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn.
að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
að aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns.
að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
að koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra.
að taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á. 

 Tengiliðir grunnskóla í Árnseþingi

Grunnskóli

Tengiliður

Netfang

Kerhólsskóli Ragnheiður Jónsdóttir ragnheidurj@kerholsskoli.is 
Bláskógaskóli Laugarvatni Agnes Heiður Magnúsdóttir agnes@blaskogaskoli.is 
Reykholtsskóli Karl Hallgrímsson karl@reykholtsskoli.is 
Flúðaskóli Kolbrún Haraldsdóttir kolbrun@fludaskoli.is 
Þjórsárskóli Ingibjörg María Guðmundsdóttir ingibjorg@thjorsarskoli.is 
Flóaskóli Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir hallfridur@floaskoli.is 
  Sigurbára Rúnarsdóttir sigurbara@floaskoli.is 

 

Tengiliðir leikskóla í Árnesþingi

Leikskóli

Tengiliður

Netfang

Kerhólsskóli Emilía Lilja R. Gilbertsdóttir emilia@kerholsskoli.is
Bláskógaskóli Laugarvatni Agnes Heiður Magnúsdóttir agnes@blaskogaskoli.is
Álfaborg Guðrún Helga Bjarnadóttir gudrun@alfaborgleikskoli.is 
Undraland Auður Hanna Grímsdóttir audur@undraland.is 
Leikholt Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir matta@leikholt.is 
Krakkaborg Þórdís Þormóðsdóttir thordis@krakkaborg.is