Fjárhagsaðstoð er fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem ekki geta séð fyrir sér og sínum án aðstoðar. Fjárhagsaðstoð er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, en samkvæmt þeim er hverjum og einum skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára, og reglum um fjárhagsaðstoða sveitarfélaganna sem standa að SVÁ.
Skilyrði er að einstaklingar sem þiggja fjárhagsaðstoð til framfærslu séu í virkum samskiptum við ráðgjafa hjá velferðarþjónustu Árnesþings
Hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð hvenær sem er mánaðarins en umsókn gildir að jafnaði í einn mánuð í senn og er eftirágreidd. Greitt er í lok hvers mánaðar eða síðasta lagi fyrsta virka dag næsta mánaðar. Svo hægt sé tryggja að greiðsla berist um mánaðamót þarf umsókn að hafa borist fyrir þann tíma.
Umsóknareyðublað má nálgast HÉR
Get ég sótt um fjárhagsaðstoð?
Já, ef þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
Umsækjanda ber að kanna til þrautar rétt til annarra greiðslna áður en sótt er um fjárhagsaðstoð,, þar með talið frá almannatryggingum (t.d. frá Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands, Fæðingarorlofssjóði), atvinnuleysistryggingum, lífeyrissjóði og sjúkrasjóðum stéttarfélaga.
Umsækjandi þarf að tilkynna um breytingar á tekjum og fjölskylduaðstæðum en slíkar breytingar geta haft áhrif á rétt til fjárhagsaðstoðar. Fjárhagsaðstoð sem er veitt á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga er endurkræf. Heimildir eru til styrkja eða láns vegna sérstakra aðstæðna.
Hvaða gögnum þarf ég að skila inn með umsókninni?
Öðrum gögnum gæti þurft að skila inn eftir því sem við á, svo sem:
Hvað geris næst?
Hversu há er upphæðin
Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, sbr. IV. kafla í reglum um fjárhagsaðstoð. Til að hægt sé að gera sér fyllilega grein fyrir fjárhagslegri stöðu umsækjanda er nauðsynlegt að fyrir liggi upplýsingar um skuldir og föst útgjöld viðkomandi á mánuði (greiðsluþjónusta). Aðstoðin er oft bundin við markvissa ráðgjöf og stuðning til umsækjanda þar sem gerður er samningur um félagslega ráðgjöf.