Hér er hægt að tilkynna vegna barna sem eiga lögheimili í eftirtöldum sveitarfélögum: Bláskógabyggð, Flóahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Sendu inn tilkynningu ef þú hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við ofbeldi eða vanrækslu er skylt að tilkynna það til barnaverndarnefndar.
Samkvæmt íslenskum barnaverndarlögum (nr. 80/2002: Barnaverndarlög | Lög | Alþingi (althingi.is)) teljast einstaklingar yngri en 18 ára vera börn. Lögin ná einnig yfir ófædd börn t.d. ef þeim stafar hætta af vímuefnaneyslu móður eða af ofbeldi sem móðir verður fyrir.
Sá sem tilkynnir til barnaverndarnefndar í ofangreindum sveitarfélögum verður að segja til nafns en ef óskað er nafnleyndar veit aðeins það starfsfólk sem kannar málið nafn tilkynnanda. Tilkynnandi þarf að gera grein fyrir nafni, netfangi og símanúmeri til þess að hægt sé að hafa samband til að fá nánari upplýsingar.
Ef málið þolir ekki bið er tilkynnanda vinsamlegast bent á að hafa samband við 112.