Á þjónustusvæði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ) eru starfandi fjórir leikskólar, fjórir grunnskólar og tveir samreknir leik- og grunnskólar. Samanlagður fjöldi nemenda skólaárið 2023 - 2024 er 643 nemendur, 194 í leikskóla og 446 í grunnskóla. Faglegt samstarf er milli skólanna og markvisst unnið að samþættu verklagi á svæðinu m.a. með þátttöku í þróunarstarfi og þverfaglegum samstarfshópum. Við skólana starfar öflugur hópur starfsmanna með fjölbreytta þekkingu og reynslu af skólastarfi.
Hér er listi yfir leik- og grunnskóla á þjónustusvæði SVÁ: