Með þjónustu við aldraða er stuðlað að því að þeir geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem unnt er.
Eldri borgarar eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er hjá Velferðarþjónustu Árnesþings í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lög um málefni aldraða nr. 125/1999 og reglur skóla-og velferðarþjónustu Árnesþings
Heimaþjónusta felur í sé aðstoð við athafnir daglegs lífs, heimilishald og félagsleg samskipti. Með þjónustunni er unnið að því að efla og styrkja einstaklinga til þess að þeir geti búið sem lengst heima.
Á ég rétt á þjónustunni?
Já, ef þú býrð á eigin heimili og getur ekki hjálparlaust séð um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, eða fötlunar.
Ef þú deilir heimili með maka eða öðrum fullorðnum einstaklingi sem á ekki við veikindi eða skerta getu að stríða, þá er að öllu jöfnu ekki veitt heimaþjónusta.
Hvað felur þjónustan í sér?
Þjónustan felur í sé aðstoð við athafnir daglegs lífs, heimilishald og félagsleg samskipti.
Hvað kostar þjónustan?
Gjald fyrir heimaþjónustu er samkvæmt gjaldskrá SVÁ, greitt er fyrir hverja klukkustund við aðstoð með þrif en önnur þjónusta er endurgjaldslaus.
Sjá nánar í gjaldskrá SVÁ
Hvernig sæki ég um?
Sækja þarf skriflega um félagslega heimaþjónustu á þar til gerðu eyðublaði. Hægt er að nálgast eyðublað HÉR, skila þarf umsókn ásamt fylgigögnum til velferðarþjónustu Árnesþings í netfangið velferd@arnesthing.is eða í gegnum skjalamóttöku í gegnum Signet transfer sem finna mál efst á forsíðunni. Einnig er hægt að koma á skrifstofuna sem staðsett er í Laugarási í sama húsi og heilsugæslan og fylla út umsókn.
Þegar umsókn hefur borist Velferðarþjónustunni er umsækjandi heimsóttur og gert er þjónustumat þar sem haft er að leiðarljósi geta, færni og aðstæður umsækjenda.
Í upphafi er heimaþjónusta veitt í 3 mánuði, eftir það er gert endurmat. Þegar ljóst er að aðstæður munu ekki breytast er heimilt að samþykkja aðstoð til allt að 24 mánaða í senn. Aðstoðarþörf skal endurmetin reglulega.
Allir þeir sem vinna við félagslega heimaþjónustu undirrita drengskaparheit um þagnaskyldu.
Hvert er hlutverk félagslegrar heimaþjónustu?
Hvað eru almenn þrif?
Hvað er gert?
Aðstoð við almenn heimilisþrif takmarkast við þau herbergi sem eru í daglegri notkun þjónustuþega, þar sem t.d. unglingar eða aðrir einstaklingar eru á heimili er ekki þrifið í þeirra herbergjum.