Faræld barna
Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar samkvæmt nýrri löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Meginmarkmið farsældarlaganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni.
Nánari upplýsingar um Farsæld barna má finna hér . Einnig má finna upplýsingar og fræðsluefni á heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu www.bofs.is
Anný Ingimarsdóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu og Gunnlaug Hartmannsdóttir, deildarstjóri skólaþjónustu, annast verkefnastjórn og umsjón með innleiðingu farsældarlaganna á þjónustusvæði SVÁ.