Forvarnir

Samkvæmt þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021 -2025 skal starfa forvarnarteymi við alla grunnskóla. Grunnskólar á þjónustusvæði SVÁ hafa stofnað sameiginlegt forvarnarteymi sem stýrt er af deildarstjóra skólaþjónustu SVÁ. Teymið er skipað fulltrúum frá öllum grunnskólum á þjónustusvæði SVÁ.

Markmið teymisins er að:

  • Tryggja kennslu í öllum árgöngum um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sem hæfir aldri og þroska nemenda
  • Vera starfsfólki skóla til stuðnings og ráðgjafar varðandi fræðslu og umræðu um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni og sjá um að tryggja viðeigandi þekkingu og þjálfun starfsfólks
  • Tryggja samhæfð viðbrögð starfsfólks þegar / ef barn greinir frá ofbeldi og áreitni
  • Tryggja forvarnir sem markvissan þátt í skólastefnu sveitarfélaga á þjónustusvæði SVÁ

 

Fræðsluvefuirnn Stopp ofbeldi! hefur að geyma upplýsignar um námsefni sem raðað hefur verið í efnisflokka eftir aldri og þroska nemenda.

Samband íslenskra sveitarfélaga fylgir eftir aðgerðaáætluninni og má sjá nánari upplýsingar um verkefnið á vef sambandsins.