Stjórn byggðasamlagsins skal skipuð fimm aðalfulltrúum og fimm til vara þar sem einn fulltrúi kemur frá hverju sveitarfélagi. Kjörtímabil stjórnar er hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna. Hver sveitarstjórn skal tilnefna fulltrúa í upphafi kjörtímabils og annan til vara. Kjörgengir til setu í stjórn byggðasamlagsins eru oddvitar, framkvæmdastjórar í aðildarsveitarfélögum og staðgenglar þeirra. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum.
Sjórn fer í umboði viðkomandi sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga með yfirstjórn skóla- og velferðarþjónustunnar eins og nánar er kveðið á um í erindisbréfi.
Yfirstjórn skóla- og velferðarþjónustunnar sem tekur til fagnefndar Skóla- og velferðarþjónustur Árnesþings og sameiginlegra starfsmanna skóla- og velferðarþjónustu á svæðinu, skal rekin sjálfstætt en á ábyrgð sveitarfélaganna með sama hætti og greinir í 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum.
Aðalmenn:
Nafn |
Netfang |
Sveitarfélag |
Hulda Kristjánsdóttir, formaður | hulda@floahreppur.is | Flóahreppur |
Haraldur Þór Jónsson | haraldur@skeidgnup.is | Skeiða- og Gnúpverjahreppur |
Aldís Hafsteinsdóttir | aldis@fludir.is | Hrunamannahreppur |
Helgi Kjartansson | oddviti@blaskogabyggd.is | Bláskógabyggð |
Ása Valdís Árnadóttir | oddviti@gogg.is | Grímsnes- og Grafningshreppur |
Varamenn:
Nafn |
Netfang |
Sveitarfélag |
Árni Eiríksson | arni@floahreppur.is | Flóahreppur |
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson | bjarnihas@skeidgnup.is | Skeiða- og Gnúpverjahreppur |
Jón Bjarnason | jonbjarna@fludir.is | Hrunamannahreppur |
Ásta Stefánsdóttir | asts@blaskogabyggd.is | Bláskógabyggð |
Iða Marsibil Jónsdóttir | sveitastjori@gogg.is | Grímsnes- og Grafningshreppur |