Félagsleg ráðgjöf

Lífið hjá okkur öllum getur verið alls konar, það geta komið upp ýmsar áskoranir í okkar lífi sem við þurfum að takast á við. Þá þarf stundum að fá ráðgjöf og stuðning til þess að takast á við þær.

Með félagslegri ráðgjöf hjálpum við fólki til sjálfshjálpar og stuðlum þannig að auknum lífsgæðum þeirra.

Ráðgjöfin getur verið mjög fjölbreytt, meðal annars ráðgjöf vegna fjárhagsaðstoðar, stuðningur við húsnæðisleit, uppeldismál, virkni í atvinnuleysi og skilnaðarmál.

Ráðgjafar veita persónulega þjónustu þar sem þeir veita upplýsingar og leiðbeina fólki um ýmsa þjónustu og réttindi og vísa því áfram í úrræði sem henta hverjum og einum einstakling.

Ráðgjöfin sem m.a. stendur til boða er:

  •  Félagsleg ráðgjöf s.s. vegna uppeldis- og samskiptavanda, skilnaðar, forsjár- og umgengnismála.
  • Ráðgjöf vegna fjármála
  • Ráðgjöf vegna húsnæðismála og/eða þjónustu í búsetu
  • Ráðgjöf er tengist atvinnu og endurhæfingu
  • Sérhæð ráðgjöf /þjónusta vegna fatlaðra barna

Bóka má viðtal hjá ráðgjafa í félagslega ráðgjöf á tvo vegu: