Loka valmynd

Félagsleg ráðgjöf

Félagsleg ráðgjöf

Þjónustan er í formi almennrar og sérhæfðrar ráðgjafar. Unnið er eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sjá hér og lögum um málefni fatlaðs fólks, sjá hér.

Markmið félagslegrar ráðgjafar er tvíþætt. Annars vegar að veita upplýsingar um félagsleg réttindamál og hins vegar að veita stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda.

Ráðgjöfin sem stendur til boða er:

 • Félagsleg ráðgjöf s.s. vegna uppeldis- og samskiptavanda, skilnaðar, forsjár- og umgengnismála.
 • Ráðgjöf vegna fjármála
 • Ráðgjöf vegna húsnæðismála og/eða þjónustu í búsetu
 • Ráðgjöf er tengist atvinnu og endurhæfingu
 • Sérhæð ráðgjöf /þjónusta vegna fatlaðra barna

Félagsráðgjafar Velferðarþjónustu Árnesþings eru:

 • Melkorka Jónsdóttir, Forstöðumaður Velferðarþjónustu Árnesþings, Hveragerði, melkorka@arnesthing.is
 • Sigríður Hauksdóttir, málefni fatlaðra, sími 488-4545 sigga@arnesthing.is
 • Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi, Velferðarþjónustu Árnesþings, sími 488-4545,anny@arnesthing.is
 • Helga Bryndís Kristjánsdottir, Hveragerði sími 483-4000 helgab@hveragerdi.is
 • Snjólaug Sigurjónsdóttir - er í leyfi, félagsráðgjafi, Hveragerði sími 483-4000 snjolaug@hveragerdi.is
 • Eyrún Hafþórsdóttir, félagsráðgjafi Ölfus, sími 480-3800 eyrun@olfus.is