Loka valmynd

Félög eldri borgara

Félög eldri borgara

Landssamband eldri borgara

Heimasíða landssamband eldri borgara er hér

Félag eldri borgara í Hveragerði

Í tilefni af ári aldraðra 1982 kaus hreppsnefnd Hveragerðis nefnd til þess að sjá um þrjár skemmtanir fyrir eldri borgara í Hveragerði. Það má segja að þetta hafi verið vísir að stofnun Félags eldri borgara í Hveragerði, því að 17, mars 1983 var haldinn undirbúningsfundur að Dynskógum 5 og þar var samþykkt að kalla félagið: Félag eldri borgara í Hveragerði. Á opnu húsi (stofnfundi) sem haldinn var 27. febrúar 1983 var kosið í fyrstu stjórn félagsins og var Alda Andrésdóttir kosin formaður. Nánar um félagið hér.


Ölfus

Félag eldri borgara var stofnað 1994. Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum aldraðra í Ölfusi. Að vekja athygli og auka skilning almennings, ríkis og sveitarfélaga á þörfum eldri borgara. Leitast við að hafa áhrif um byggingu dvalarheimilis aldraðra á félagssvæðinu. Stuðla að aukinni þjónustu við aldraða. Hafa áhrif á tómstunda- og félagsstarf. Allir sem eru 60 ára og eldri geta gerst félagar. Nánar um félagið hér.


Félag eldri Hrunamanna

Félag eldri Hrunamanna var stofnað 1983 og hefur starf þess verið öflugt og gefandi. Félagið hefur aðstöðu á kjallara Heimalands með fallegu útsýni yfir sveitina okkar og fjallgarðinn í Biskupstungum. Í Heimalandi eru sjö íbúðir á vegum sveitarfélagsins ætlaðar eldri borgurum. Nánar um félagið hér


Félag eldri borgara í Skeiða-og Gnúpverjahreppi

Skeiða- og Gnúpverjahreppur varð til eftir sameiningu Skeiðahrepps og Gnúpverjahrepps árið 2002. Þá var ekki starfrækt félag eldri borgara í Gnúpverjahreppnum en Kvenfélag Gnúpverja sá um félagsstarf fyrir aldraðra í því sveitarfélagi. Í Skeiðahreppi var starfandi félag aldraðra á Skeiðum sem var stofnað árið 1996. Nánar um félagið hér


Félag eldri borgara Biskupstungum