Frá og með 1. Mars 2023 verða breytingar á skóla og velferðarþjónustu Árnesþings bs. Þar sem Hveragerðisbær og sveitarfélagið Ölfus ganga úr einingunni.

En Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og skeiða og Gnúpverjahreppur halda áfram samstarfi um skóla og velferðarþjónustu.

Ýmsar breytingar eru eru nú í gangi á heimasíðunni.

Bendum við á heimasíðu Hveragerðisbæjar vegna skóla og velferðarmála hér: https://www.hveragerdi.is

Einnig á heimasíðu Sveitarfélagsins Ölfus varðandi skóla og velferðarmál hér: https://www.olfus.is/is/thjonustan/velferd-og-fjolskylda

Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings er staðsett í Laugarási.

Síminn þar er : 480-1180

Nefnd oddvita/sveitarstjóra, hér eftir nefnd NOS, er skipuð af sveitarfélögunum sem eru aðilar að samstarfssamningi um Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, dags. 18. desember 2013. Nefndin fer í umboði viðkomandi sveitarstjórna með yfirstjórn skóla- og velferðarþjónustunnar eins og nánar er kveðið á um í erindisbréfi.

Yfirstjórn skóla- og velferðarþjónustunnar sem tekur til Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings og sameiginlegra starfsmanna skóla- og velferðarþjónustu á svæðinu, skal rekin sjálfstætt en á ábyrgð sveitarfélaganna með sama hætti og greinir í 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum.

Nefndina skipa oddvitar/sveitarstjórar aðildarsveitarfélaga. Hver sveitarstjórn skal tilnefna einn fulltrúa í upphafi kjörtímabils og einn til vara. Kjörtímabil stjórnar er hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna. Stjórnin velur sér formann og skipar með sér verkum að öðru leyti á fyrsta fundi sínum.

Stjórn NOS kjörtímabilið 2022-2026.

Bláskógabyggð:
Helgi Kjartansson, oddviti.
Varamaður: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri/oddviti og ritari stjórnar NOS.
Varamaður: Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, varaoddviti.

Grímsnes- og Grafningshreppur:
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti og formaður stjórnar NOS.
Varamaður: Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Flóahreppur:
Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri.
Varamaður: Árni Eiríksson, oddviti.

Hrunamannahreppur:
Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri.
Varamaður: Jón Bjarnason, oddviti.

Byggðasamlag SVÁ

Skóla-og velferðarþjónusta BS

Skólaþjónusta


Skólaþjónusta er annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra.


Opna »

Velferðarþjónusta


Velferðarþjónusta er víðtæk og fjölbreytt þjónusta til stuðnings einstaklingum, börnum og fjölskyldum.


Opna »