Dagdvöl hefur það að markmiði að auðvelda öldruðum að búa sem lengst á eigin heimili og er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjón til að geta búið lengur heima.
Í dagdvöl er boðið upp á flutningsþjónustu, mat á heilsufari, þjálfun, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs.
- Dagdvöl er rekin í Hveragerði á vegum dvalar- og hjúkrunarheimilisins Ás, hún er staðsett að Hverahlíð 24 og nefnist Bæjarás.
- Dagdvöl í Ölfusi er rekin í Þjónustuhúsi eldri borgara að Egilsbraut 9. Deildarstjóri Björk Tómasdóttir.