Loka valmynd

Endurmenntunardagar grunnskólakennara í ágúst 2017

Endurmenntunardagar grunnskólakennara í ágúst 2017

Endurmenntunardagar grunnskólakennara verða 10., 11. og 12. ágúst nk. Skólaþjónusta Árensþings verður með þrjú námskeið þessa daga, sjá hér fyrir neðan. Við biðjum kennara um að skrá sig á námskeiðin fyrir 9. júní nk.


ART upprifjunarnámskeið

Haldið í Félagsheimilinu Þingborg, fimmtudaginn 10. ágúst kl. 9:00 - 16:00

Námskeiðið er ætlað kennurum sem eru ART þjálfarar en hafa ekki notað ARTið nýlega. Markmiðið er að kennarar eigi auðveldara með að fara aftur af stað með ART hópa og styrkist og verði öruggari í hlutverki ART þjálfarans. Námskeiðið skiptist í upprifjun og æfingar í félagsfærni, sjálfstjórn og siðferði.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að taka ART möppurnar sínar með sér.

Kennarar: Sigríður Þorsteinsdóttir ART þjálfari og verkefnisstjóri, Gunnar Þór Gunnarsson ART þjálfari og félagsráðgjöf og Katrín Þrastardóttir, ART þjálfari, BSc. í sálfræði.

Námskeiðsgjald kr. 2.000,- með mat og kaffi.

Skráning hér


Kveikjum á perunni - verum skapandi!

Vinnustofa í námsefni í íslensku

Haldin í Flóaskóla, föstudaginn 11. ágúst 2017 kl. 9:00 – 12:00

Vinnustofunni stýra Sigríður Wöhler og Elín Lilja Jónasdóttir ritstjórar hjá Menntamálastofnun og Davíð Stefánsson rithöfundur og námsgagnahöfundur.

Vinnustofan er ætluð kennurum sem kenna íslensku á grunnskólastigi. Farið verður yfir það allra helsta sem komið hefur út á undanförnum misserum. Stuttlega verður skoðað hvað hefur breyst og hverjar áherslurnar eru í aðalnámskrá og hvernig komið er til móts við þær í nýju námsefni og nýrri nálgun.
Davíð mun stýra hópnum inn á brautir skapandi skrifa og skoða hvaða áhrif þau geta haft til að kveikja áhuga nemenda á textum og lestri.
Gert er ráð fyrir að kennarar taki þátt í umræðum og vinni létt verkefni í skapandi skrifum. Jafnframt verða verkefni skoðuð sem finna má í námsbókunum og auðvelt er að fara með beint í kennslu og prófa þau með nemendum. Meðal efnis sem fjallað verður um:

  • Nýtt námsefni í íslensku, nálgun og efnistök með breyttu sniði

  • Hvað hefur breyst og hvernig taka efnistök mið af breyttum áherslum?

  • Hvaða aðferðir nota höfundar til að kveikja á perunni, efla neistann og viðhalda loganum?

  • Hvernig getur námsefni í íslensku komið til móts við vinnu kennara í því að efla læsi og lesskilning?

  • Reynt er að koma til móts við nemendur með fjölbreyttum textum sem höfða til þeirra, bæði nýjum og eldri

  • Myndefni er valið með það í huga að vekja áhuga á viðfangsefninu

  • Verkefni eru fjölbreytt og miðast oft við að hægt er að fara bæði léttari og þyngri leiðir

  • Úrvinnsla verkefna eru fjölbreytt, umræður, framsögn og tjáning hvers konar auk skriflegra úrlausna

Ekkert þátttökugjald.

Skráning hér


Hugmyndir að verkefnum í myndmennt, hönnun, smíði og textílmennt

Námskeið haldið í Grunnskólanum í Hveragerði, mánudaginn 14. ágúst kl. 9:00 - 16:00

Kennari er Guðrún Gísladóttir, M.ed. í Náms- og kennslufræði (list- og verkmenntun) og kennari í Vogaskóla.

Fjallað verður um mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að tjá sig í gegnum ýmiskonar handverk, hönnun og skapandi starf. Kennarar fá hugmyndir að verkefnum í kennslu í myndmennt, hönnun, smíði og textílmennt. Einnig verður fjallað um hvernig nýta má nærumhverfi skólans og náttúruna og lögð áhersla á samþættingu náttúru náms. Lögð verður áhersla á að kennarar hafi í huga að gera nemendum sínum ljóst mikilvægi lista sem afls í samfélaginu og hvernig nemendur geta notað eigin sköpun, náttúru og samfélagi til gagns.

Þátttökugjald kr. 2.000.- Innifalið er kaffi og matur í hádegi.

Skráning hér