Loka valmynd

Endurmenntun grunnskólakennara ágúst 2018

Endurmenntun grunnskólakennara ágúst 2018


Bekkjarstjórnun og hvetjandi námsumhverfi

Haldið í Grunnskólanum í Hveragerði, mánudaginn 13. ágúst kl. 9:00 - 15:20

Kennarar eru Dr. Anna-Lind Pétursdóttir dósent í sálfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Guðrún Björg Ragnarsdóttir kennari.

Á námskeiðinu verður fjallað um bekkjar- eða hópastjórnun og leiðir til að skapa hvetjandi námsumhverfi fyrir nemendur á grunnskólaaldri. Gefið verður yfirlit yfir gagnreyndar aðferðir til að fyrirbyggja og draga úr erfiðri hegðun samhliða því að festa jákvæða hegðun og líðan í sessi. Fjallað verður um lausnamiðað viðhorf, góðan liðsanda, skipulag, væntingar, samskipti og fjölbreyttar leiðir til að hvetja nemendur til að sýna viðeigandi hegðun. Einnig verður kennt að nota einfaldan matslista um bekkjarstjórnun sem gerir kennurum kleift að meta að hve miklu leyti verið er að nota vinnubrögð sem hafa reynst vel og ígrunda eigin starfsaðferðir.

Eftir námskeiðið geta kennarar og/eða skólastjórnendur óskað eftir því að kennsluráðgjafi annist eftirfylgd í formi stuðnings við kennara og aðstoðar við að prófa og nýta sér aðferðirnar sem kynntar verða á námskeiðinu.

Markmið námskeiðsins er að kynna gagnreyndar aðferðir til að fyrirbyggja og draga úr erfiðri hegðun og festa jákvæða hegðun í sessi. Að veita kennurum verkfæri sem hafa það að markmiði að bæta skólabrag með forvarnarstrfi og draga úr neikvæðum samskiptum nemenda. Þannig getur kennari skapað jákvæðan skólabrag og góðan vinnuanda í bekknum.

Við hvetjum alla kennara til að nýta sér þetta áhugaverða og hagnýta námskeið.
Tími: kl. 9:00 - 15:20
Þátttökugjald: kr. 4.800
Staður: Grunnskólinn í Hveragerði

Skráning hér