Loka valmynd

Fræðslufundir og námskeið vorönn 2017

Fræðslufundir og námskeið vorönn 2017

Kynning á Mentor fyrir skólastjórnendur og kennara á unglingastigi

31. janúar 2017
Kl. 13:30-15:30
Grunnskólinn í Þorlákshöfn

Kynning á notkun Mentor fyrir skólastjórnendur og kennara á unglingastigi. Sérstök áherslu verður lögð á námsmat.
Fyrirlesari er Bryndís Böðvarsdóttir, ráðgjafi hjá Mentor.
Þátttökugjald er kr. 2.000,-

Skráning hér


"Orð af orði." Kennarar í Flúðaskóli bjóða heim og kynna þróunarverkefni

7. febrúar 2017
Kl. 13:30-15:30
Flúðaskóli

"Orð af orði" er hugmynda-, kennslu- og aðferðarfræði sem hefur það að markmiði að efla orðaforða, lesskilning og námsárangur nemenda í grunnskóla með því að efla málumhverfið í skólanum, kenna nemendum markvissar aðferðir til að sundurgreina texta, orð o.fl. Áherslu er lögð á samvinnu og fjölbreyttar kennsluaðferðir.
Ekkert þátttökugjald.

Skráning hér


Kynning á Mentor fyrir kennara á yngsta- og miðstigi grunnskóla

9. febrúar 2017
Kl. 13:30-15:30
Flóaskóli

Kynning á notkun Mentor fyrir kennara á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Sérstök áhersla verður lögð á námsmat.
Fyrirlesari er Bryndís Böðvarsdóttir, ráðgjafi hjá Mentor.
Þátttökugjald er kr. 2.000,-

Skráning hér


SOL - Spjallað og leikið. Kynning á notkun SOL bókarinnar í málörvun í leikskóla

21. febrúar 2017
Kl. 13:30-15:30
Þingborg

SOL - spjallað og leikið með tungumálið, bók fyrir 2-9 ára börn sem alast upp við eitt eða fleiri tungumál. Á námskeiðinu verður rætt um mikilvægi þess að efla málþroska barns í gegnum leik og fjallað um hvernig leikskólakennarar geta valið leiki í SOL bókinni með tilliti til getu barns eða hóps í leikskólanum. Einnig verður stuttlega fjallað um val á leikjum út frá niðurstöðum TRAS skráningar.
Fyrirlesari er Hrafnhildur Karlsdóttir, kennsluráðgjafi og einn af þýðendum bókarinnar.
Þátttökugjald er kr. 2.400,-

Skráning hér


Jákvæð samskipti kennara og nemenda í skólastofunni

23. febrúar 2017
Kl. 13:30-15:30
Grunnskólinn í Hveragerði

Kennarar fá innsýn í hegðun og líðan ungs fólks og hvernig markvissar aðferðir geta stuðlað að velferð og vellíðan barna og unglinga skólastofunni. Fjallað verður um hvernig kennarar geta nálgast börn og unglinga með jákvæðum aðferðum, í samhengi við breytingar í þroska og félagslegum samskiptum. Foreldrar eru velkomnir á fyrirlesturinn.
Fyrirlesarar eru Ester Ingvarsdóttir og Bettý Ragnarsdóttir, sálfræðingar.
Þátttökugjald er kr. 3.500,-

Skráning hér


Kvíði og tilfinningavandi nemenda í grunnskóla

14. mars 2017
Kl. 13:30-15:30
Kerhólsskóli

Fjallað verður um einkenni kvíða og tilfinningavanda nemenda. Einnig verða kynntar leiðir fyrir kennara til að mæta þessum vanda nemenda.
Fyrirlesarar eru Berglind Friðriksdóttir og Hugrún Vignisdóttir, sálfræðingar
Þátttökugjald er kr. 1.500,-

Skráning hér


Börn og tónlist

15. mars 2017
Kl. 13:30-15:30
Grunnskólinn í Þorlákshöfn

Markmið námskeiðsins er að veita starfsfólki leikskóla innblástur varðandi breitt og fjölbreytt tónlistarstarf í leikskóla. Kynntar verða ferskar og einfaldar hugmyndir og aðferðir til að auka þátttöku barnanna, dýpka skilning þeirra og flétta tónlistina á eðlilegan hátt inn í starf leikskólans. Námskeiðið er í formi fyrirlestra og verkefna þar sem þátttakendur prófa verkefni til að nota í eigin starfi.
Fyrirlesari er Birte Harksen, tónlistarkennari í leikskólum í Hafnarfirði og Garðabæ. http://bornogtonlist.net
Þátttökugjald er kr. 3.700,-

Skráning hér


Efling orðaforða nemenda af erlendum uppruna í leik- og grunnskóla

23. mars 2017
Kl. 13:30-15:30
Grunnskólinn í Þorlákshöfn

Kynntar verða aðferðir til orðaforðakennslu vegna nemenda sem hafa annað móðurmál en íslensku. Einnig verður farið yfir það efni sem nýst getur kennurum í kennslu. Námskeiðið er ætlar leik- og grunnskólakennurum.
Fyrirlesari er Anna Stefanía Vignisdóttir, talmeinafræðingur.
Þátttökugjald er kr. 1.500,-

Skráning hér


Aðlögun í leikskóla

3. apríl 2017
Kl. 13:30-15:30
Leikholt

Fjallað verður um aðlögun ungra barna í leikskóla. Meðan annars um hvernig undirbúa þarf komu litla barnsins í leikskólans og skipulag því tengt. Um viðtöl, lykilpersónu, einstaklingsaðlögun, hópaðlögun og samstarf með foreldrum. Rætt verður um kvíða og aðskilnað barna og foreldra. Um barnahópinn, sterka og viðkvæmari einstaklinga í barnahópnum.
Fyrirlesarar eru Hrafnhildur Karlsdóttir og Kolbrún Sigþórsdóttir, kennsluráðgjafar.
Þátttökugjald er kr. 1.500,-

Skráning hér


Að deila er dyggð. Kynningar á verkefnum tengdum fjölbreyttum kennsluháttum

26. apríl 2017
Kl. 14:00-16:00 Kerhólsskóli

Kennarar í grunnskólum í Árnesþingi kynna verkefni sem unnin hafa verið í anda fjölbreyttra kennsluhátta.
Ekkert þátttökugjald.

Skólastjórar annast skráningu.